Bæjarrónar í Mosfellsbæ álykta um brotthvarf Örvars af Arnarhóli 14. september 2007 22:54 Það er Randver Þorláksson leikari sem túlkar hinn óborganlega Örvar. Mosfellsbæingar sakna hans sárt. Á vikulegum fundi Bæjarrónafélags Mosfellsbæjar sem haldinn var á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ föstudaginn 14. september 2007 var meðal annars fjallað um hina gerræðislegu aðför Ríkisútvarpsins að Spaugstofunni, og þá ákvörðun að reka Randver Þorláksson úr starfi. Eins og landsmönnum er kunnugt hefur Randver m.a. túlkað persónu Örvars, sem í félagi við Boga hefur varpað nýju ljósi á stöðu róna í samfélaginu og mikilvægi þessa þjóðfélagshóps. Á fundinum var borin fram eftirfarandi ályktun: „Bæjarrónafélagið harmar þá aðför sem nú hefur verið gerð að félaga okkar og fulltrúa á Arnarhóli í Reykjavík um árabil. Samfélag róna er samofið íslensku þjóðfélagi. Félagið telur það óábyrgt af Ríkisútvarpinu að flæma Örvar af Arnarhóli, þar sem hann hefur átt sitt skjól til margra ára með félaga sínum Boga. Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar lýsir fullri ábyrgð á hendur RÚV, og telur það ábyrgðarhluta að skilja Boga eftir aleinan og yfirgefinn á Hólnum í vetur. Félagið krefst þess að þeir félagar Bogi og Örvar verði ekki aðskildir, og fái áfram að þola saman súrt og sætt, óáreittir, landsmönnum til gleði og rónum þessa lands til sóma." Ályktunin var samþykkt samhljóða með glasaupplyftingu, segir í tilkynningu frá Bæjarrónafélaginu, sem er félagsskapur bæjarstarfsmanna í Mosfellsbæ. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Á vikulegum fundi Bæjarrónafélags Mosfellsbæjar sem haldinn var á sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ föstudaginn 14. september 2007 var meðal annars fjallað um hina gerræðislegu aðför Ríkisútvarpsins að Spaugstofunni, og þá ákvörðun að reka Randver Þorláksson úr starfi. Eins og landsmönnum er kunnugt hefur Randver m.a. túlkað persónu Örvars, sem í félagi við Boga hefur varpað nýju ljósi á stöðu róna í samfélaginu og mikilvægi þessa þjóðfélagshóps. Á fundinum var borin fram eftirfarandi ályktun: „Bæjarrónafélagið harmar þá aðför sem nú hefur verið gerð að félaga okkar og fulltrúa á Arnarhóli í Reykjavík um árabil. Samfélag róna er samofið íslensku þjóðfélagi. Félagið telur það óábyrgt af Ríkisútvarpinu að flæma Örvar af Arnarhóli, þar sem hann hefur átt sitt skjól til margra ára með félaga sínum Boga. Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar lýsir fullri ábyrgð á hendur RÚV, og telur það ábyrgðarhluta að skilja Boga eftir aleinan og yfirgefinn á Hólnum í vetur. Félagið krefst þess að þeir félagar Bogi og Örvar verði ekki aðskildir, og fái áfram að þola saman súrt og sætt, óáreittir, landsmönnum til gleði og rónum þessa lands til sóma." Ályktunin var samþykkt samhljóða með glasaupplyftingu, segir í tilkynningu frá Bæjarrónafélaginu, sem er félagsskapur bæjarstarfsmanna í Mosfellsbæ.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira