Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Sighvatur Jónsson skrifar 30. júlí 2007 19:02 Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira