Formúla 1

Hamilton bíður þolinmóður eftir launahækkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lewis Hamilton er á góðri leið að landa meistaratitilinum á sínu fyrsta ári í Formúlunni.
Lewis Hamilton er á góðri leið að landa meistaratitilinum á sínu fyrsta ári í Formúlunni. Nordic Photos / AFP

Anthony Hamilton, faðir og umboðsmaður Lewis Hamilton ökuþórs, segir að þeir feðgar bíði rólegir eftir launahækkun.

Hamilton gæti landað meistaratitlinum í Formúlunni í Kína um helgina en hann er á sínu fyrsta ári í keppninni.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að McLaren sé við það að semja við Hamilton til næstu fimm ára sem myndu tryggja honum 110 milljónir dollara í tekjur.

„Við erum með sama samning og við skrifuðum undir þegar við tókum við starfinu,“ sagði Hamilton eldri.

„Auðvitað breytast hlutirnir eftir því sem tíminn líður. En við munum ekki biðja um neitt. Við ætlum að bíða, eins og venjulega, að okkur verði boðinn nýr samningur. En ég mun sjá til þess að við þurfum ekki að bíða of lengi.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×