Innlent

Litháar áfram í farbanni vegna þjófnaðarmála

MYND/Völdundur

Hæstiréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir fjórum Litháum sem grunaður eru um umfangsmikinn þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Alls voru um 15 Litháar handteknir í síðasta mánuði vegna málsins og sat hluti þeirra í varðhaldi um tíma. Þrettán voru svo úrskurðaðir í farbann með málið væri til lykta leitt.

Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að lögregla hafi í vikunni höfðað mál á hendur sex Litháanna vegna gruns um að þeir hafi í félagi framið tvö þjófnaðarbrot. Þá rannsakar lögregla þrjú mál til viðbótar þar sem hluti hópsins er grunaður um að hafa komið við sögu. Rannsókn þeirra mála er vel á veg komin og má ætla að unnt verði að ljúka rannsókn þeirra á allra næstu dögum.

Héraðsdómur úrskurðaði hópinn í farbann til 20. desember og Hæstiréttur staðfesti farbann yfir fjórum þeirra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×