Enski boltinn

Dyer á leið til West Ham eftir allt

Kieron Dyer gæti orðið næstu kaup Eggerts Magnússonar.
Kieron Dyer gæti orðið næstu kaup Eggerts Magnússonar.

The Times heldur því fram að vef sínum að Kieron Dyer sé á leið til West Ham eftir allt en félagskipti hans til Íslendingaliðsins West Ham runnu út í sandinn í vikunni eftir að Newcastle hækkaði verðmiðann á honum um tvær milljónir punda á elleftu stundu. Útlit er fyrir að málamiðlun náist þar sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lítil not af leikmanni sem vill komast burt af persónulegum ástæðum og er hataður af stuðningsmönnum liðsins.

Dyer verður ekki í leikmannahópi Newcastle gegn Bolton á morgun þar sem Allardyce telur hann ekki andlega tilbúinn til að spila. Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur verið harður á því að fá átta milljónir punda fyrir Dyer, tveimur meira en upphaflega tilboð West Ham, sem var fyrst samþykkt, hljóðaði upp á en er líklega tilbúinn til að gefa örlítið eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×