Helena Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR.
Þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð meistaraflokks kvenna hjá KR í gær.
Í gær varð liðið bikarmeistari eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik, 3-0.
KR varð í öðru sæti í Landsbankadeild kvenna í sumar, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.