Tónlist

Skúli á basssann með Blonde Redhead

Skúli  ætlar að leika á bassann með Blonde Redhead en slíkt heyrir til undantekninga.
Skúli ætlar að leika á bassann með Blonde Redhead en slíkt heyrir til undantekninga.

Skúli Sverrisson hyggst rífa fram bassann og stíga á stokk með hljómsveitinni Blonde Redhead. Skúli hefur starfað með sveitinni um árabil og hefur meðal annars leikið inná þrjár plötur en samkvæmt fréttatilkynningu frá tónleikahaldaranum Grími Atlasyni er ákaflega sjaldgæft að hann sé með Blonde Redhead á sviðinu. „Hann gerði það reyndar í Austurbæjarbíó 2004 á mjög eftirminnilegum tónleikum," segir Grímur.

 

Blonde Redhead verða á Nasa 5. apríl og á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Blonde Redhead verður á faraldsfæti í ferð sinni hingað til lands. Hún leikur á Nasa 5. apríl ásamt Kristin Hersh og hinni vestfirsku Reykjavík!. En sveitin heldur síðan rakleiðis til Ísafjarðar þar sem hún tekur þátt í tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Samkvæmt upplýsingum hjá Grími gengur miðasalan á tónleika sveitarinnar á Nasa ákaflega vel en nokkrir miðar eru þó eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×