Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu 23. apríl 2007 18:30 MYND/Stöð 2 Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis. Stóriðja Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis.
Stóriðja Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira