Innlent

Unglingar í samræmdum fögnuðum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Kalt var á Akureyri í gær, slydda og hitastig við frostmark.
Kalt var á Akureyri í gær, slydda og hitastig við frostmark. MYND/Vísir

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit.

Töluverðu magni af áfengi var hellt niður, en fólkið var farið til síns heima rétt upp úr miðnætti.

Unglingar virtust hafa gert sér glaðan dag víða um land í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til í þrjú samkvæmi í heimahúsum í Garði, Sandgerði og Grindavík. Hópar unglinga voru þar í eftirlitslausum samkvæmum. Lögreglan lagði hald á töluvert magn af áfengi sem unglingarnir höfðu útvegað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×