Nýr íslenskur risi á orkumarkaði 5. janúar 2007 18:30 Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira