Innlent

Vinstri grænir gerðir að blóraböggli

Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksinns á þingi, Steingrímur J. Sigfússonn var ekki eins bjartsýnn á komandi kjörtímabil eins og andstæðingar hans sem sitja í ríkisstjórn. Sérstaklega fór hann hörðum orðum um Samfylkinguna sem hann sagði varpa sökinni á því að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn yfir á hans flokk, Vinstihreyfinguna - Grænt framboð.

Hann sagði að kosningasigur VG væri meginástæða þess að Samfylkingin hefði átt kost á því að starfa með Sjálfstæðisflokki. Steingrímur sagði að þegar fyrir kosningar hefði Samfylkingin verið farin að semja leikritið um að VG ætti sökina á því að ekki hefði verið hægt að mynda vinstristjórn. Hann sagði að enda hefði komið á daginn strax eftir kosningar að flokkurinn hafi strax farið að gera hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum og að það hafi gengið „furðuvel", og bætti hann við, „sækjast sér um líkir".

Hann sagði Geir H. Haarde hafa, í einni setningu í beinni útsendingu, slegið sína eigin ríkisstjórn af og myndað aðra.

Þá sagði Steingrímur að einu tímamótin sem fælust í nýju ríkisstjórnasamstarfi vera þau að Samfylkingin hafi gefist upp á þeirri stefnu sinni að vera „stóra mótvægið gagnvart Sjálfstæðisflokki." Mótvægi við Sjálfstæðisflokk yrði ekki myndað með flokki sem væri í raun eins og hann.Til marks um hve flokkarnir séu líkir benti Steingrímur á hver góður andi hefði verið í viðræðum um stjórnarmyndun. „Eina uppstyttan sem varð á viðræðunum var vegna þess að fólkið þurfti að komast í veislu, ekki vegna málefnaágreinings."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×