Krónan er steri 17. janúar 2007 09:33 Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira