Viðskipti innlent

Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði

Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síðustu viku spunnust kröftugar umræður um konur sem stjórnendur og í stjórnarsetu.

Annars vegar tók þátt í pallborðsumræðum hópur kvenna og hins vegar hópur karla. Í kvennahópnum voru þær Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu og Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Glitnis í London. Í umræðum um val í stjórnir tóku þátt Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, Jafet S. Ólafsson, stjórnarmaður VBS fjárfestingarbanka og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Hér á eftir eru dæmi um skoðanir sem komu fram í pallborði. Það skal þó tekið fram að það var ekki í öllum tilfellum samstaða meðal þátttakenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×