Viðskipti innlent

Danól og Ölgerðin skipta um eigendur

Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung.

Kaupþing sá um ráðgjöf og fjármögnun fyrir hönd kaupenda en ráðgefendur seljanda voru Ernst & Young og Lögfræðistofa Reykjavíkur. Einar Kristinsson, fyrrum eigandi, mun starfa áfram með nýjum eigendum og sitja í stjórn beggja félaga, að því er segir í tilkynningu.

Andri Þór hefur verið forstjóri Ölgerðarinnar frá árinu 2004 en var áður fjármálastjóri fyrirtækisins. Októ hefur unnið að uppbyggingu beggja fyrirtækja undanfarin ár, sem stjórnarformaður Ölgerðarinnar frá 2002 og framkvæmdastjóri hjá Danól.

Velta fyrirtækjanna tveggja hefur aukist mjög á undanförnum árum og nam tæpum 10 milljörðum króna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×