Virkjum íslenska þekkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun