Handbolti

Góður síðari hálfleikur tryggði Lemgo sigur

Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Wilhelmshavener í dag
Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Wilhelmshavener í dag NordicPhotos/GettyImages

Lemgo skaust í dag upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Essen á útivelli 39-31 eftir að staðan hafði verið jöfn 18-18 í hálfleik. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Wilhelmshavener tapaði heima fyrir Göppingen 25-21 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir heimamenn líkt og Jaliesky Garcia fyrir gestina. Þá vann Rhein-Neckar Löwen nokkuð öruggan sigur á liði Grosswallstadt 31-24.

Kiel er sem fyrr á toppi deildarinnar með 20 stig og þar á eftir koma Hamburg, Flensburg og Nordhorn öll með 19 stig. Lemgo er svo í fimmta sætinu með 16 stig, einu meira en Kronau og Göppingen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×