Enski boltinn

Jafnt í grannaslagnum

Michael Owen var í liði Newcastle í dag
Michael Owen var í liði Newcastle í dag NordicPhotos/GettyImages

Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í grannaslag sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var mjög fjörlegur og harður eins og venja er þegar þessi lið eigast við.

Danny Higginhotham kom Sunderland yfir í leiknum með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 52. mínútu, en James Milnar jafnaði 10 mínútum síðar fyrir gestina.

Bæði lið hefðu nauðsynlega þurft á öllum stigunum að halda í leiknum í dag en heimamenn eru kannski dálítið svekktir að hafa ekki náð sigri eftir að hafa verið frekar líklegri.

Sunderland er í 15. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 13 leiki, en grannar þeirra í Newcastle eru í 10. sætinu með 12 stig - ekki alveg það sem stuðningsmenn liðsins voru að vonast eftir á þessum tímapunkti. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×