Viðskipti innlent

Tillaga um 40% arð í LÍ

Landsbankamenn kynntu uppgjörið fyrir árið 2006 á fundi í London í dag. Hátt á annað hundrað greiningaraðila og bankamanna mættu.
Landsbankamenn kynntu uppgjörið fyrir árið 2006 á fundi í London í dag. Hátt á annað hundrað greiningaraðila og bankamanna mættu. SÍMAMYND/Stöð 2

Bankastjórn Landsbankans leggur til við aðalfund að yfir 28 þúsund hluthöfum bankans verði greiddur 40 prósenta arður fyrir síðasta ár. Þetta samsvarar alls 4,4 milljörðum króna.

Landsbankinn birti í morgun uppgjör sem var vel yfir væntingum markaðsaðila og hafa bréf bankans hækkað um rúm þrjú prósent. Gengi hlutabréfa bankans standa nú í 30 krónum á hlut.

Landsbankamenn kynntu uppgjörið fyrir árið 2006 á fundi í London í dag. Hátt á annað hundrað greiningaraðila og bankamanna mættu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×