Innlent

Ekkert tjón varð í álveri Alcoa vegna rafmagnsleysis

Ekkert tjón nema tafir, hlaust af rafmagnsleysi í álveri Alcoa Fjarðaáli þegar rafmagn fór þar af síðdegis í gær. Það var aftur komið á um sjöleytið í gærkvöldi og náði ál því ekki að storkna í þeim 40 kerjum af 336, sem búið er að taka í notkun.

Orsaka bilunarinnar er enn leitað en álverið fær rafmagn af landsnetinu, þar sem dráttur er á að raforkuframleiðsla hefjist við Kárahnjúka. Rafmagnsleysið olli óþægindum víða á Austfjörðum, en ekki er kunnugt um tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×