Fótbolti

Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi

Leikmenn Schalke fagna marki Kevin Kuranyi í dag.
Leikmenn Schalke fagna marki Kevin Kuranyi í dag. MYND/Getty

Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1.

Þetta var annað tap Bremen í röð en um síðustu helgi tapaði liðið einmitt fyrir Schalke í toppslag deildarinnar. Mörk Schalke gegn Hertha í dag skoruðu Kevin Kuranyi og Peter Lovenkrands en þetta var 10. sigurleikur liðsins í síðustu ellefu leikjum.

Schalke, sem hefur ekki orðið þýskur meistari í tæp 50 ár, er með 48 stig. Werder Bremen er með 42 stig en í þriðja sæti er Stuttgart með 41 stig. Meistarar síðasta árs, Bayern Munchen, eru í fjórða sæti með aðeins 34 stig en eiga leik til góða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×