Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn 11. febrúar 2007 12:30 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Áttahundruð manns voru spurðir um fylgi sitt við stjórnmálaflokkana í könnun Fréttablaðsins en svarhlutfallið var 54,8%. Helstu niðurstöður í skoðanakönnuninni eru að möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Græns framboðs en báðir flokkarnir bæta við sig fylgi frá könnun blaðsins í síðasta mánuði. Svo virðist sem fylgið komi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn en fylgi við stjórnarflokkanna dalar. Aldrei áður hefur fylgi við Framsóknarflokkinn mælst svo lítið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og mælist nú 3,9%. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna voru misjöfn þegar fréttastofa leitaði eftir þeim. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar,sagðist vera hálfringlaður yfir því hvernig skoðanakannanir séu unnar, enda stangist niðurstöðurnar nú á við nýjar kannanir Mannlífs, Blaðsins og Gallup sem sýni fylgi við Framsóknarflokkinn vera um 10%. Jón minnti á að sex dögum fyrir síðustu alþingiskosningar hafi Framsókn mælst með 8 prósent fylgi en hafi svo fengið 18 prósent í kosningunum. Hann segist því ekki trúa á skoðanakannanir heldur kosningarnar sjálfar. Vinstri Grænt framboð mælist með tæp 24 % fylgi og fær samkvæmt því fimmtán þingmenn en flokkurinn fékk rúmlega 8 prósentu fylgi í síðustu kosningum. Steingrímur J. Sigfússon,formaður Vinstri Grænna, segir þetta sýna að bullandi stemmning sé fyrir því að fella ríkisstjórnina. Þetta sé ekki skyndisveifla hjá sínum flokki, Vinstri grænt framboð hafi verið að mælast að undanförnu með 19 til 20% fylgi. Hann sagði líka í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að fjölga framboðum til að fella ríkisstjórnina, kjósendur hafi úr nægu að moða sé það vilji fólksins. Samfylkingin bætir við sjö prósentum milli kannanna og mælist nú með tæp 28%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, bendir þó á að hversu margir séu óákveðnir. Það staðfesti að sífellt stærri hópur kjósenda ákveði sig á síðustu metrunum fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýni þó að Samfylkingin sé á réttri leið og verði á góðri siglingu næstu mánuði. Aðspurð um vangaveltur um stjórnarsamstarf segir hún ekki tímabært að láta þær uppi enda margar kannanir eftir fram að kosningum.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Sjá meira