Frábæri frændinn ég 4. júlí 2007 04:00 Kæri frændiMig langar bara til að þakka þér fyrir hvað þú hefur verið hugulsamur við okkur að láta fjölskylduna fylgjast með tækifærum sem opnast á markaðnum. Við erum öll alsæl með færeyska bankann sem þú lést okkur kaupa. Við vorum svolítið hikandi að fara með yfirdráttinn svona hátt til að kaupa þessi bréf, en þú getur ímyndað þér hvað við erum ánægð þegar upp er staðið. Við hjónin keyptum fyrir 800 þúsund hvort og innleystum því samtals hátt í milljón í hagnaði. Gummi fór og gekk frá kaupum á hjólhýsi fyrir helgi, en við höfðum verið að skoða Fréttablaðið í leit að notuðum tjaldvagni. Hann Nonni okkar keypti fyrir miklu meira en við og notaði kennitölu systur sinnar sem aldrei tímir neinu. Hann bíður nú eftir nýjum bíl úr kassanum. Ég vildi bara láta þig vita að við erum alsæl hér í fjölskyldunni og metum ráðleggingar þínar og hugulsemi mikils. Þín frænka Sigga P.s.: Ég var að velta fyrir mér með yfirdráttinn, Er skynsamlegt að taka lán í japönskum jenum og greiða hann upp? Svona bréf ylja manni um hjartaræturnar. Ég finn til þess hversu ættrækinn og elskulegur ég er í alla staði. Ég hef alltaf verið þeirrar náttúru gæddur að geta glaðst með öðrum. Það er náðargáfa sem hefur gert mér kleift að spila með öllum þessum stóru. Ég þekki menn sem hafa verið svo helteknir af afbrýðisemi að þeir hafa ekki getað grætt sjálfir vegna óttans við að aðrir græði meira. Kæru landsmenn kíkið út um gluggann. Skín ekki sólin jafnt á alla? Ég hef flatmagað í sól og sumaryl þessa dagana. Þegar svona viðrar skortir mann ekki neitt. Vatn verður mesta auðlindin og fuglasöngurinn fegursta tónlistin. Stundum er nefnilega gæðunum algjörlega skipt eftir því hverjir kunna að njóta þeirra. Þá gilda engin önnur lögmál. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kæri frændiMig langar bara til að þakka þér fyrir hvað þú hefur verið hugulsamur við okkur að láta fjölskylduna fylgjast með tækifærum sem opnast á markaðnum. Við erum öll alsæl með færeyska bankann sem þú lést okkur kaupa. Við vorum svolítið hikandi að fara með yfirdráttinn svona hátt til að kaupa þessi bréf, en þú getur ímyndað þér hvað við erum ánægð þegar upp er staðið. Við hjónin keyptum fyrir 800 þúsund hvort og innleystum því samtals hátt í milljón í hagnaði. Gummi fór og gekk frá kaupum á hjólhýsi fyrir helgi, en við höfðum verið að skoða Fréttablaðið í leit að notuðum tjaldvagni. Hann Nonni okkar keypti fyrir miklu meira en við og notaði kennitölu systur sinnar sem aldrei tímir neinu. Hann bíður nú eftir nýjum bíl úr kassanum. Ég vildi bara láta þig vita að við erum alsæl hér í fjölskyldunni og metum ráðleggingar þínar og hugulsemi mikils. Þín frænka Sigga P.s.: Ég var að velta fyrir mér með yfirdráttinn, Er skynsamlegt að taka lán í japönskum jenum og greiða hann upp? Svona bréf ylja manni um hjartaræturnar. Ég finn til þess hversu ættrækinn og elskulegur ég er í alla staði. Ég hef alltaf verið þeirrar náttúru gæddur að geta glaðst með öðrum. Það er náðargáfa sem hefur gert mér kleift að spila með öllum þessum stóru. Ég þekki menn sem hafa verið svo helteknir af afbrýðisemi að þeir hafa ekki getað grætt sjálfir vegna óttans við að aðrir græði meira. Kæru landsmenn kíkið út um gluggann. Skín ekki sólin jafnt á alla? Ég hef flatmagað í sól og sumaryl þessa dagana. Þegar svona viðrar skortir mann ekki neitt. Vatn verður mesta auðlindin og fuglasöngurinn fegursta tónlistin. Stundum er nefnilega gæðunum algjörlega skipt eftir því hverjir kunna að njóta þeirra. Þá gilda engin önnur lögmál. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira