Sverrir Bergman í fótspor Oasis 4. júlí 2007 07:15 Sverrir Bergman hyggst halda út til Cornwall í ágúst og tekur þar upp sólóplötu sína. „Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég reikna með að fara þarna út í ágúst,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergman en hann hyggst halda í upptökuverið Sawmills og taka upp sólóplötu. Sverrir reiknaði fastlega með því að platan myndi taka þátt í hinu árlega jólaplötuflóði. Söngvarinn fer ekki einn síns liðs út en meðal þeirra sem verða með í för eru Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock. „Og svo reikna ég með því að við bætist tveir Bretar sem ég hef verið í ágætum samskiptum við.“ Sawmills-upptökuverið er ákaflega þekkt í breskum tónlistargeira en það er staðsett í Cornwall á suðurströnd Englands. Upptökuverið er fjarri vegum og bílaumferð við Fowey-vatnið og því þurfa gestir staðarins að ferðast til og frá föstu landi með bát. Sawmills komst í sögubækurnar þegar Gallagher-bræðurnir Liam og Noel komu þar ásamt sveit sinni Oasis og tóku upp frumraun sína Definitely Maybe árið 1994 en platan gerði allt brjálað í Evrópu. Þá hafa sveitir á borð við Muse og Stone Roses tekið upp efni þarna sem og gamli rokkhundurinn Robert Plant.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira