Barcelona hafnar 40 milljón pundum frá AC Milan
Umboðsmaður Ronaldinho, Roberto Assis, sagði í viðtali við blaðið Gazzetta della Sport um helgina að Barcelona hefði hafnað 40 milljón punda tilboði í leikmanninn. Assis sem er einnig bróðir leikmannsins segir að svo virðist sem Barcelona ætli í staðinn að leggja fram nýtt samningstilboð sem haldi Ronaldinho hjá Barcelona til ferill hans er enda.
