Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Kvikmynd ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
FORELDRAR
Myndin fjallar um brostnar vonir þriggja einstaklinga sem eru á tímamótum í lífi sínu. Tannlæknir og fjölskyldufaðir vill eignast líffræðilega getin börn. Verðbréfasali nýtur mikillar velgengni í starfi og vonast til að kona hans taki við honum aftur. Og kona flytur til Íslands eftir átta ára dvöl í Svíþjóð og berst fyrir að fá 11 ára son sinn. Leiðir þremenninganna liggja saman og ýmis leyndarmál koma smám saman upp á yfirborðið.

Leikstjóri - Ragnar Bragason.

Framleiðendur - Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ragnar Bragason. Framleiðslufyrirtæki - Vesturport.

VANDRÆÐAMAÐURINN
Hinn fertugi Andrés kemur í nýja borg en man ekki hvernig hann komst þangað. Hann fær vinnu, íbúð og jafnvel konu og virðist lifa hinu fullkomna lífi. Hann getur hins vegar ekki hugsað sér að aðlagast umhverfinu og skilur ekki hvers vegna hann lifir þessu yfirborðskennda lífi. Hann tekur að kafa undir yfirborðið. En slíkt getur reynst hættulegt. Myndin dregur fram áhrif neyslumenningar á kostnað mannlegs eðlis.

Leikstjóri - Jens Lien.

Framleiðendur - Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. Framleiðslufyrirtæki - Kvikmyndafélag Íslands.

VEÐRAMÓT
Þrir bjartsýnir hippar fara norður í land og taka að sér stjorn vistheimilis fyrir vandræðaunglinga. Þau ætla að rífa staðinn upp með jákvæðni og vera vinir krakkanna. Fljótlega uppgötva þau að hugsjónirnar duga ekki til. Myndin fjallar á óvæginn hátt um sifjaspell, ofbeldi, mannshvörf og þau úrræði sem í boði voru fyrir fórnarlömb ofbeldis, allt til þessa dags.

Leikstjóri - Guðný Halldórsdóttir

Framleiðandi- Halldór Þorgeirsson. Framleiðslufyrirtæki - Umbi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×