Tiger verður pabbi á árinu 1. janúar 2007 13:00 Tiger Woods sést hér ásamt eiginkonu sinni, hinni snoppufríðu Elínu frá Svíþjóð. MYND/Getty Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum. Golf Íþróttir Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum.
Golf Íþróttir Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira