Fótbolti

Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku

Didier Drobga þykir sigurstranglegur í kjörinu um knattspyrnumann Afríku, ásamt Samuel Eto´o, sem á titil að verja.
Didier Drobga þykir sigurstranglegur í kjörinu um knattspyrnumann Afríku, ásamt Samuel Eto´o, sem á titil að verja. MYND/Getty

Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o.

Drogba er frá Fílabeinsströndinni, Essien er frá Ghana og Eto'o kemur frá Kamerún. Allir hafa þeir verið magnaðir fyrir félagslið sín á leiktíðinni og spilað stórt hlutverk í að ná þeim árangri sem lið þeirra afrekuðu á árinu.

Það eru landsliðsþjálfarar þjóða í álfunni sem hafa kosningarétt í kjörinu. Tilkynnt verður um hver hafi orðið efstur í kjörinu 1. mars. Þess má geta að Eto'o hlaut þessa viðurkenningu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×