Viðskipti innlent

Markmiðakvöld í febrúar

Guðjón Bergmann, rithöfundur og jógakennari.
Guðjón Bergmann, rithöfundur og jógakennari.

Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, ætlar að bjóða upp á Markmiðakvöld 1. febrúar næstkomandi. Á Markmiðakvöldum er einblínt á stefnumótun í ljósi hinna sjö mannlegu þarfa, með stuttum fyrirlestri um mikilvægi markmiða og drauma, þar sem meðal annars verður rætt um fyrirheit og hættur. Markmiðakvöld var haldið síðast undir lok desember í fyrra á Grand Hótel í Reykjavík.

Að sögn Guðjóns heppnaðist Markmiðakvöldið mjög vel í desember og hlaut lof þátttakenda. Að því loknu komu nokkrir einstaklingar að máli við hann og sögðust hafa mikla reynslu af slíkri vinnu fyrir fyrirtæki sín og stofnanir en hefðu aldrei áður unnið jafn námkvæma stefnumörkun fyrir sjálfa sig. Í ljósi þess hve margir höfðu gagn og gaman af Markmiðakvöldinu hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á sama stað.

Kvöldið hefst klukkan 20:00 með fyrirlestrum. Rétt fyrir klukkan 21:00 hefst síðan rúmlega tveggja klukkustunda einbeitt og markviss vinna undir stjórn Guðjóns sem mun skila sér í heildrænni stefnu fyrir komandi ár. Kvöldinu lýkur svo klukkan 23:00. Markmiðakvöldið verður ekki haldið aftur á vorönn 2007, að því er segir í tilkynningu frá Guðjóni.

Skráning fer fram í gegnum vefsíðuna www.gbergmann.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×