Regnskogahasar Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2007 00:01 Apocalypto er ekta hasarmynd í glæsilegri umgjörð sögulegra atburða sem falla í skugga dæmigerðrar hetjusögu eftir Hollywood uppskriftinni. Þetta kemur þó hvergi niður á spennunni sem er keyrð í botn og krydduð óþægilega vel útfærðu ofbeldi. Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list. Píslarsaga Krists var í meira lagi óþægileg á að horfa en þar tók Gibson sér góðan tíma í yfirgengilegar misþyrmingar frelsarans en fyrir utan viðbjóðinn vakti það uppátæki Gibsons að láta persónu rmyndarinnar tala útdauð tungumál verulega athygli. Allt saman gekk þetta upp hjá leikstjóranum sem heldur sínu striki í Apocalypto sem löðrar í blóði með tilheyrandi limlestingum og þau fáu orð sem persónur og leikendur láta falla eru á löngu horfinni tungu Maja en myndin á sér stað um það leyti sem glæsilega Majamenningin er að líða undir lok. Hér sleppir svo samanburðinum við Píslarsöguna og Apocalypto er miklu skemmtilegri mynd sem sver sig miklu frekar í ætt við Braveheart þó Apocalypto sé fyrst og fremst hörku spennumynd sem lýtur öllum lögmálum slíkra mynda. Gibson var legið á hásli fyrir að fara mátulega vel með sögulegar staðreyndir í Braveheart. Svipaðar gagnrýnisraddir eru byrjaðar að hljóma í kringum Apocalypto og hafi Gibson, öðrum þræði, hugsað sér að kafa ofan í Majamenninguna og skýra fall hennar þá ristir það ekki djúpt og er frekar mislukkað. En hverjum er svosem ekki sama þegar á móti kemur annar eins hasarpakki? Ungi veiðimaðurinn Pardusloppa býr ásamt þungaðri eiginkonu sinni og ungum syni sínum í friðsömu veiðimannaþorpi í miðjum regnskógi Mexíkó. Áhyggjulaust líf hans hrynir til grunna þegar herskáir Majar ráðsat á þorpið, slátra fjölda íbúa og hneppa alla fullfríska karlmenn í varðhalds sem mun enda með þrældómi eða mannfórnum. Pardusloppa sleppur ekki frekar en aðrir og er dreginn burt frá eignkonunni sem skilin er eftir í bráðri lífshættu. Ástin heldur lífinu í okkar manni í gegnum skelfilegar mannraunir og hann leggur ofurkapp á að sleppa áður en það verður um seinan að bjarga litlu fjölskyldunni. Ástarsagan er ósköp falleg og dæmigerð en svínvirkar sem spennuvaldur þar til ungi imaðurinn rís loks upp sem fullveðja veiðimaður. Verðurgur aftaki hörkutólsins föður síns sem verður nánast ofurmannlegur í átökunum við þá sem ógna honum og fjölskyldu hans. Hér mætast Tinnabókin Fangarnir í Sólhofinu og fyrsta Rambómyndin í hörkuspennandi uppgjöri einstaklingsins við ofurefli andstæðingana. Gibson kann þessa formúlu upp á sína tíu fingur. Eiginlega of vel þar sem sagan er ansi hreint fyrirsjáanleg og kemur hvergi á óvart þar sem Gibson fer í öllum smáatriðum eftir handbók Hollywoodsins. Afgreiðsla hans er hins vegar með slíkum ágætum og slíkur kraftur í keyrslunni að það gefst ekki ráðrúm til þess að láta þetta trufla sig. Þar fyrir utan hasarformúlan jafn lífseig og raun ber vitni vegna þess að innst inni viljum við hafa þetta svona. Maður stynur því nánast af vellíðan og feginleik eftir að fjandinn verður laus á geggjuðum endasprettinum og myndin verður að klassísku hefndardrama með tilheyrandi karlagrobbi og testósteroni.Apocalypto er ekta hasarmynd í glæsilegri umgjörð sögulegra atburða sem falla í skugga dæmigerðrar hetjusögu eftir Hollywood-uppskriftinni. Þetta kemur þó hvergi niður á spennunni sem er keyrð í botn og krydduð óþægilega vel útfærððu ofbeldi. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list. Píslarsaga Krists var í meira lagi óþægileg á að horfa en þar tók Gibson sér góðan tíma í yfirgengilegar misþyrmingar frelsarans en fyrir utan viðbjóðinn vakti það uppátæki Gibsons að láta persónu rmyndarinnar tala útdauð tungumál verulega athygli. Allt saman gekk þetta upp hjá leikstjóranum sem heldur sínu striki í Apocalypto sem löðrar í blóði með tilheyrandi limlestingum og þau fáu orð sem persónur og leikendur láta falla eru á löngu horfinni tungu Maja en myndin á sér stað um það leyti sem glæsilega Majamenningin er að líða undir lok. Hér sleppir svo samanburðinum við Píslarsöguna og Apocalypto er miklu skemmtilegri mynd sem sver sig miklu frekar í ætt við Braveheart þó Apocalypto sé fyrst og fremst hörku spennumynd sem lýtur öllum lögmálum slíkra mynda. Gibson var legið á hásli fyrir að fara mátulega vel með sögulegar staðreyndir í Braveheart. Svipaðar gagnrýnisraddir eru byrjaðar að hljóma í kringum Apocalypto og hafi Gibson, öðrum þræði, hugsað sér að kafa ofan í Majamenninguna og skýra fall hennar þá ristir það ekki djúpt og er frekar mislukkað. En hverjum er svosem ekki sama þegar á móti kemur annar eins hasarpakki? Ungi veiðimaðurinn Pardusloppa býr ásamt þungaðri eiginkonu sinni og ungum syni sínum í friðsömu veiðimannaþorpi í miðjum regnskógi Mexíkó. Áhyggjulaust líf hans hrynir til grunna þegar herskáir Majar ráðsat á þorpið, slátra fjölda íbúa og hneppa alla fullfríska karlmenn í varðhalds sem mun enda með þrældómi eða mannfórnum. Pardusloppa sleppur ekki frekar en aðrir og er dreginn burt frá eignkonunni sem skilin er eftir í bráðri lífshættu. Ástin heldur lífinu í okkar manni í gegnum skelfilegar mannraunir og hann leggur ofurkapp á að sleppa áður en það verður um seinan að bjarga litlu fjölskyldunni. Ástarsagan er ósköp falleg og dæmigerð en svínvirkar sem spennuvaldur þar til ungi imaðurinn rís loks upp sem fullveðja veiðimaður. Verðurgur aftaki hörkutólsins föður síns sem verður nánast ofurmannlegur í átökunum við þá sem ógna honum og fjölskyldu hans. Hér mætast Tinnabókin Fangarnir í Sólhofinu og fyrsta Rambómyndin í hörkuspennandi uppgjöri einstaklingsins við ofurefli andstæðingana. Gibson kann þessa formúlu upp á sína tíu fingur. Eiginlega of vel þar sem sagan er ansi hreint fyrirsjáanleg og kemur hvergi á óvart þar sem Gibson fer í öllum smáatriðum eftir handbók Hollywoodsins. Afgreiðsla hans er hins vegar með slíkum ágætum og slíkur kraftur í keyrslunni að það gefst ekki ráðrúm til þess að láta þetta trufla sig. Þar fyrir utan hasarformúlan jafn lífseig og raun ber vitni vegna þess að innst inni viljum við hafa þetta svona. Maður stynur því nánast af vellíðan og feginleik eftir að fjandinn verður laus á geggjuðum endasprettinum og myndin verður að klassísku hefndardrama með tilheyrandi karlagrobbi og testósteroni.Apocalypto er ekta hasarmynd í glæsilegri umgjörð sögulegra atburða sem falla í skugga dæmigerðrar hetjusögu eftir Hollywood-uppskriftinni. Þetta kemur þó hvergi niður á spennunni sem er keyrð í botn og krydduð óþægilega vel útfærððu ofbeldi.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira