The Peel Session - fjórar stjörnur 23. janúar 2007 09:00 The Peel Session með múm var tekin upp haustið 2002 og hefur að geyma lög af fyrstu tveimur múm-plötunum í nokkuð breyttum útgáfum. Frábær plata sem hljómar jafn fersk og flott í dag og þegar hún var tekin upp. Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo. Eitt af því sem hann var þekktur fyrir voru Peel-sessjónirnar. Allt frá því að hann hóf störf hjá BBC árið 1967 og til dauðadags valdi hann tónlistarmenn sem tóku upp nokkur lög sem hann svo spilaði í þættinum sínum. Þessar upptökur urðu yfir 4.000 talsins og flytjendurnir um 2.000. Eftir því sem ég kemst næst urðu þrjár íslenskar hljómsveitir þess heiðurs aðnjótandi að taka upp fyrir John Peel: Sykurmolarnir (1987), Sigur Rós (tvisvar sinnum, árið 2000) og múm sem tók upp 21. september 2002. Hún er nýkomin út á geisladisk. Á Peel Session-plötu múm eru fimm lög af tveimur fyrstu plötum sveitarinnar: Yesterday Was Dramatic, Today Is OK og Finally We Are No One. Útsetningarnar eru töluvert ólíkar útsetningunum á plötunum, sem gefur útgáfunni aukið vægi. Tónlistin er mjög melódísk og á sinn einstaka hátt bæði poppuð og tilraunakennd. Raftónlist eldist mjög misvel – í verstu tilfellunum er hún orðin úrelt eftir eitt eða tvö ár. Tónlistin á þessari plötu hefur hins vegar ekkert látið á sjá frá því að hún var tekin upp. Hún hljómar ennþá jafn brakandi fersk og flott. Söngurinn er frekar lágt mixaður, sem kemur vel út fyrir múm. Múm er búin að taka upp nýja plötu sem kemur út í vor. Ég er mjög spenntur að heyra hana. The Peel Session-platan styttir biðina og minnir okkur á hvað þetta er frábær hljómsveit þegar henni tekst vel upp. Trausti Júlíusson Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo. Eitt af því sem hann var þekktur fyrir voru Peel-sessjónirnar. Allt frá því að hann hóf störf hjá BBC árið 1967 og til dauðadags valdi hann tónlistarmenn sem tóku upp nokkur lög sem hann svo spilaði í þættinum sínum. Þessar upptökur urðu yfir 4.000 talsins og flytjendurnir um 2.000. Eftir því sem ég kemst næst urðu þrjár íslenskar hljómsveitir þess heiðurs aðnjótandi að taka upp fyrir John Peel: Sykurmolarnir (1987), Sigur Rós (tvisvar sinnum, árið 2000) og múm sem tók upp 21. september 2002. Hún er nýkomin út á geisladisk. Á Peel Session-plötu múm eru fimm lög af tveimur fyrstu plötum sveitarinnar: Yesterday Was Dramatic, Today Is OK og Finally We Are No One. Útsetningarnar eru töluvert ólíkar útsetningunum á plötunum, sem gefur útgáfunni aukið vægi. Tónlistin er mjög melódísk og á sinn einstaka hátt bæði poppuð og tilraunakennd. Raftónlist eldist mjög misvel – í verstu tilfellunum er hún orðin úrelt eftir eitt eða tvö ár. Tónlistin á þessari plötu hefur hins vegar ekkert látið á sjá frá því að hún var tekin upp. Hún hljómar ennþá jafn brakandi fersk og flott. Söngurinn er frekar lágt mixaður, sem kemur vel út fyrir múm. Múm er búin að taka upp nýja plötu sem kemur út í vor. Ég er mjög spenntur að heyra hana. The Peel Session-platan styttir biðina og minnir okkur á hvað þetta er frábær hljómsveit þegar henni tekst vel upp. Trausti Júlíusson
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira