Sigur í fyrsta leik Anthony og Iverson með Denver 23. janúar 2007 11:37 NordicPhotos/GettyImages Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis. Denver hafði sigur 115-98. Anthony skoraði 28 stig, Iverson 23, JR Smith 19 og Marcus Camby skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Pau Gasol skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Memphis, en talið er víst að hann fari frá félaginu fljótlega og vitað er af áhuga liða eins og New Jersey og Chicago á Spánverjanum sterka. Kobe Bryant skoraði 42 stig í sigri Lakers á Golden State 108-103, en nákvæmlega eitt ár var í gærkvöld frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto eins og frægt er orðið. Al Harrington skoraði 30 stig fyrir Golden State. Utah vann fjórða leikinn í röð með sigri á Minnesota 106-91 á heimavelli sínum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Deron Williams skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Utah. Ricky Davis skoraði 32 stig fyrir Minnesota. Orlando vann góðan útisigur á Cleveland 90-79, en liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum gegn Cleveland. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Orlando en LeBron James var með 19 stig fyrir Cleveland. Indiana lagði Chicago 98-91 á heimavelli. Jermaine O´Neal skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana en Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago. Toronto lagði Charlotte 105-84 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Toronto en Gerald Wallace og Raymond Felton skoruðu 10 hvor fyrir Charlotte. San Antonio vann þriðja leikinn í röð með sigri á Boston 93-89. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio en Delonte West skoraði 27 stig fyrir Boston. Miami burstaði New York 101-83 eftir að hafa komist í 29-3 í upphafi leiks. Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York en Jason Kapono skoraði 22 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade sem sneri sig á ökkla og var látinn hvíla. Loks vann Sacramento nauman sigur á New Jersey 88-87 þar sem Ron Artest skoraði 21 stig fyrir Sacramento, sem var á tíma 20 stigum undir í leiknum. Jason Kidd var bestur í liði New Jersey og náði þrennu með 18 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum og Mikki Moore skoraði 22 stig og hitti öllum 8 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Carmelo Anthony spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Denver Nuggets eftir 15 leikja bann og þetta var jafnframt fyrsti leikur hans með Allen Iverson. Lengi hafði verið beðið eftir því að þeir Anthony og Iverson spiluðu sinn fyrsta leik saman og þeir ollu ekki vonbrigðum og tryggðu Denver sigur á Memphis. Denver hafði sigur 115-98. Anthony skoraði 28 stig, Iverson 23, JR Smith 19 og Marcus Camby skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Pau Gasol skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Memphis, en talið er víst að hann fari frá félaginu fljótlega og vitað er af áhuga liða eins og New Jersey og Chicago á Spánverjanum sterka. Kobe Bryant skoraði 42 stig í sigri Lakers á Golden State 108-103, en nákvæmlega eitt ár var í gærkvöld frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto eins og frægt er orðið. Al Harrington skoraði 30 stig fyrir Golden State. Utah vann fjórða leikinn í röð með sigri á Minnesota 106-91 á heimavelli sínum. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah og Deron Williams skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Utah. Ricky Davis skoraði 32 stig fyrir Minnesota. Orlando vann góðan útisigur á Cleveland 90-79, en liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum gegn Cleveland. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Orlando en LeBron James var með 19 stig fyrir Cleveland. Indiana lagði Chicago 98-91 á heimavelli. Jermaine O´Neal skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana en Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago. Toronto lagði Charlotte 105-84 á heimavelli. Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Toronto en Gerald Wallace og Raymond Felton skoruðu 10 hvor fyrir Charlotte. San Antonio vann þriðja leikinn í röð með sigri á Boston 93-89. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio en Delonte West skoraði 27 stig fyrir Boston. Miami burstaði New York 101-83 eftir að hafa komist í 29-3 í upphafi leiks. Eddy Curry skoraði 26 stig fyrir New York en Jason Kapono skoraði 22 stig fyrir Miami, sem var án Dwyane Wade sem sneri sig á ökkla og var látinn hvíla. Loks vann Sacramento nauman sigur á New Jersey 88-87 þar sem Ron Artest skoraði 21 stig fyrir Sacramento, sem var á tíma 20 stigum undir í leiknum. Jason Kidd var bestur í liði New Jersey og náði þrennu með 18 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum og Mikki Moore skoraði 22 stig og hitti öllum 8 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum