Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína um hálfa milljón olíutunna á dag til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu.
Verð á hráolíu stendur nú í 78,99 dölum á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og hefur aldrei verið hærra. Vasdf
Greinendur segja í samtali við breska ríkisútvarpið, að ákvörðun samtakanna hafi einungis verið formsatriði en þeir vara við því að verðið geti haldið áfram að hækka vegna mikillar eftispurnar eftir olíu.
Tölur um birgðastöðu á hráolíu í Bandaríkjunum verða birtar síðar í dag. Reiknað er með að enn hafi dregið úr birgðunum en það getur keyrt verðið enn hærra.