Innlent

Hjalli tekur við Laufásborg

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Leikskólaráð hefur samþykkt að ganga til samningaviðræðna við forsvarsmenn Hjallastefnunnar um að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar og að rekstur hefjist í samræmi við það í haust. Viðræður hefjast við forsvarsmenn Hjallastefnunnar í næstu viku.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður Leikskólaráðs, segir að Laufásborg hafi í mörg ár verið rekin með sama hætti og leikskólar á vegum Hjallastefnunnar og fyrir liggi viljayfirlýsingar foreldra og kennara um að Hjallastefnan taki við skólanum. Þorbjörg segir borgaryfirvöld einnig spennt fyrir því að koma upp grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík.

Leikskólaráð hefur verið að endurskoða samninga við einkareknu skólana í borginni. Þorbjörg segir að vilji sé til þess að samræma þessa samninga og einfalda.

 

Margrét Pála Ólafsdóttir

Fulltrúar minnihlutans sátu í atkvæðagreiðslu um tillöguna um Laufásborg. Í bókun þeirra sagði að tillagan fæli ekki aðeins í sér málsmeðferð heldur einnig niðurstöðu. Skynsamlegra væri að fara ofan í saumana á faglegum og fjárhagslegum forsendum, fordæmisgildi og samningum við starfsfólk áður en afstaða væri tekin um að fela Hjallastefnunni rekstur Laufásborgar. Fulltrúar meirihlutans mótmæltu því. Ekki náðist í Júlíus Vífil Ingvarsson, formann menntaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×