Viðskipti innlent

Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja

Fartölva frá Lenovo undir merkjum IBM.
Fartölva frá Lenovo undir merkjum IBM.

Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004.

Tekjur Nýherja á fjórðungnum námu tæpum 2,39 milljörðum króna en það er fjórðungshækkun frá sama tíma fyrir ári. Mestu munar um innri vöxt fyrirtækisins.

Rekstrarhagnaður Nýherja fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir var

144,2 milljónir króna á tímabilinu.

Í tilkynningu frá Nýherja kemur fram að vörusala tengd þjónusta jókst um 354,2 mkr eða 28 prósent frá sama tíma í fyrra. Tekjur af þessum þætti nam 1.625,2 milljónum á tímabilinu.



Tekjur í fyrsta ársfjórðungi voru nokkuð umfram áætlanir og afkoma í samræmi við áætlun. Söluhorfur í öðrum ársfjórðungi eru góðar og því er gert ráð fyrir að áætlanir félagsins gangi eftir, að því er segir í tilkynningu frá Nýherja til Kauphallar Íslands.

Uppgjör Nýherja






Fleiri fréttir

Sjá meira


×