Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið 10. júní 2007 13:53 MYND/Stöð 2 Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum en að þau væru nú flest að baki.Guðni sagði enn fremur í ræðu sinni í dag að úrslitin í kosningunum í vor væru einhver þau verstu í sögu flokksins þrátt fyrir eitt lengsta hagsældartímabil í sögu þjóðarinnar. Úrslitunum yrðu framsóknarmenn að taka með ró og stillingu en þegar svona ósigrar skyllu á væri það innri samstaða flokksmanna sem hefði brostið. „Það sama gerðist í raun 1978, þótt ástæður þess ósigurs væru af allt öðrum toga. Sá kosningaósigur var í atkvæðahlutfalli jafn stór og nú, fylgið fór þá úr 25% í tæp 17%. Hins vegar sást best rúmu ári síðar hvað bilið er stutt á milli stórra atburða þegar Framsóknarflokkurinn vann einn stærsta kosningasigur sinn í haustkosningum 1979. Þannig geta kosningar snúist okkur í hag á undraskömmum tíma. Það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið, og stríðsgæfu, sem oft hefur verið okkur hliðholl í sögu Framsóknarflokksins," sagði Guðni.Aldrei aftur svo mikið tapGuðni benti enn fremur á að langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefði gefist félagshyggjuflokkum illa. Þetta væri jafnvel vegna þess að menn létu ekki reyna á með ágreiningi ef bryti á stórum málum í samstarfi þessara flokka.Guðni benti á að flokkurinn hefði tapað nær helmingi sinna þingmanna, farið úr 15 í átta, á þeim tólf árum sem flokkurinn hefði unnið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Það er alltof stórt tap og óásættanlegt fyrir stjórnmálaflokk - það má aldrei gerast aftur," sagði Guðni. Sagði hann flokkinn þurfa að styrkjast og að það væri hans skoðun að flokkurinn ætti að vera ein af þremur sterku pólitísku súlunum í landinu, ásamt Sjálfstæðisflokki og stórum flokki til vinstri í pólitíkinni.Guðni velti fyrir sér hvað hefði mistekist á síðasta áratug og benti á að síðustu 4-5 ár hefðu verið erfið og smátt og smátt veikt flokkinn. Mikill uppgangur hefði verið í landinu á þessum tíma en reynt hefði á Framsóknarflokkinn í málum sem meira hefðu snúið að Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal átökum Sjálfstæðisflokksins við Baug og málaferlin öll því tengd. Þá hefði fjölmiðlamálið einnig veikt stöðu flokksins og deilur um Íraksstríðið.„Það er heldur enginn vafi á því að þegar horft er til baka var það ásetningur sterkra afla, bæði í stjórnarandstöðu og þjóðfélaginu, að hamra á okkur og veikja Framsóknarflokkinn innan frá. Mikil óþreyja er áberandi í samfélaginu í dag og kröfugerð einstakra þjóðfélagshópa og stétta," sagði Guðni. Enn fremur hefði einkavæðing bankanna og ásakanir um svindl og svik í garð Framsóknarflokksins, sem ekki væru réttar, reynt á flokksmenn.Guðni ræddi einnig um nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sagði alltof lítið vitað um stefnu hennar. Hann óttaðist að báðir flokkarnir myndu nokkuð snúa sér á hægri hliðina. Þá sagði hann blikur á lofti í efnahagsmálum og mikilvægt væri að ná verðbólgu í landinu niður.Blikur á lofti í efnahagsmálumAð hans mati hefði ríkisstjórnin átt í upphafi ferils síns að bregðast nokkuð við óveðurskýjunum sem hrönnuðust upp því viðskiptahalli væri mikill, vextir og gengi hátt og það bitnaði bæði á fólki og fyrirtækjum. Það væri höfuðskylda ríkisstjórnarinnar að halda verðbólgunni niðri og „aðgerðir Seðlabankans duga skammt ef ríkisstjórnin ætlar í allt annað ferðalag með veislu í farangrinum," sagði Guðni og vill að verðtryggingin verði afnumin á næstu árum þar sem hún bitni á launafólki.Þjóðmálaafl á miðju með hjartalag á vinstri vængGuðni vék aftur að Framsóknarflokknum og sagðist vilja líta á hann sem þjóðmálaafl á miðju íslenskra stjórnmála með hjartalag yfir á vinstri væng. Flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli í kosningunum en nú ætti að stefna að því að gera hann að 25 prósenta flokki, með 15-20 prósenta fylgi í borginni og 25-35 prósent í landsbyggðarkjördæmunum.Flokksmenn þyrftu þá að vera sjálfir sér samkvæmir og ekki deila um stefnuna. Mikilvægt væri að efla starf ungs framsóknarfólks í flokknum og framsóknarkvenna og hlusta á grasrótina. „Við öll og áhöfnin verðum að vera samstíga um á hvaða mið skal róa og hásetarnir um borð verða að róa í takt við stefnuna sem þið markið, flokksmennirnir," sagði Guðni.Miðstjórnarfundurinn heldur áfram í dag með almennum stjórnmálaumræðum og um fjögurleyti verður svo valinn nýr varaformaður flokksins í stað Guðna. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í það embætti.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira