Viðskipti innlent

Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni

Unnið við netagerð í Hampiðjunni.
Unnið við netagerð í Hampiðjunni. Mynd/Hrönn

Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum.

Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma.

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag og fór Úrvalsvísitalan niður um rúmt prósentustig en vísitalan stendur í 8.385 stigum.

Þá lækkaði gengi Atlantic Petroleum næstmest, eða um 3,44 prósent.

Gengi bréfa í Icelandair hækkaði mest, eða um 2,47 prósent á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×