Ríkisstjórnin með 46,7% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 18:57 Hérna má sjá fylgi flokkanna og hvernig þingmenn myndu raðast niður á þá. GRAFÍK/Stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn fær 38,1% fylgi og Samfylkingin 29,1% samkvæmt nýrri könnun sem Fréttastofa Stöðvar tvö hefur látið gera fyrir sig. Þá fær Vinstri hreyfing grænt framboð 16,2 % og Framsókn 8,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fær þá 5,2% og Íslandshreyfingin 2,7%. Baráttusamtökin reka síðan lestina með 0,1%. Samkvæmt þessum er ríkisstjórnin fallin. Geir H. Haarde sagði á kosningafundi Stöðvar tvö í kvöld að fólk þyrfti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hann ætti að vera við völd áfram. Einnig sagði hann þessa skoðanakönnun benda til þess að vinstri stjórn væri hættulega nálægt ef taka ætti mark á þessari skoðanakönnun. Hérna sést fylgisaukning og fylgistap flokkanna í prósentum talið.Sjálfstæðisflokkurinn er að bæta við sig þremur mönnum samkvæmt skoðanakönnuninni. Samfylkingin er að nálgast kjörfylgi sitt og Vinstri grænir virðast vera að tapa fylgi miðað við skoðanakannanir síðustu daga. Framsókn er sem áður að tapa fylgi og Frjálslyndir rétt yfir fimm prósenta þröskuldinum. Íslandshreyfingin nær ekki inn manni miðað við þessar tölur. Samkvæmt þessari skoðannakönnun er ríkisstjórnin fallin og Vinstri grænir og Samfylking nánast með jafnmikið fylgi og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir Fréttastofu Stöðvar 2 um fylgi stjórnmálaflokka á landinu öllu vegna Alþingiskosninganna í vor. Könnunin fór fram dagana 4. til 9. maí og stuðst var við 2600 manna úrtak úr þjóðskrá 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 64%. 81% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu ákveðinn flokk, 5% ætla ekki að kjósa eða skila auðu, 7% neita að gefa upp afstöðu sína og 7% eru enn óákveðnir. Skekkjumörk í könnuninni eru 1%-2,6%. Kosningar 2007 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fær 38,1% fylgi og Samfylkingin 29,1% samkvæmt nýrri könnun sem Fréttastofa Stöðvar tvö hefur látið gera fyrir sig. Þá fær Vinstri hreyfing grænt framboð 16,2 % og Framsókn 8,6% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fær þá 5,2% og Íslandshreyfingin 2,7%. Baráttusamtökin reka síðan lestina með 0,1%. Samkvæmt þessum er ríkisstjórnin fallin. Geir H. Haarde sagði á kosningafundi Stöðvar tvö í kvöld að fólk þyrfti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hann ætti að vera við völd áfram. Einnig sagði hann þessa skoðanakönnun benda til þess að vinstri stjórn væri hættulega nálægt ef taka ætti mark á þessari skoðanakönnun. Hérna sést fylgisaukning og fylgistap flokkanna í prósentum talið.Sjálfstæðisflokkurinn er að bæta við sig þremur mönnum samkvæmt skoðanakönnuninni. Samfylkingin er að nálgast kjörfylgi sitt og Vinstri grænir virðast vera að tapa fylgi miðað við skoðanakannanir síðustu daga. Framsókn er sem áður að tapa fylgi og Frjálslyndir rétt yfir fimm prósenta þröskuldinum. Íslandshreyfingin nær ekki inn manni miðað við þessar tölur. Samkvæmt þessari skoðannakönnun er ríkisstjórnin fallin og Vinstri grænir og Samfylking nánast með jafnmikið fylgi og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir Fréttastofu Stöðvar 2 um fylgi stjórnmálaflokka á landinu öllu vegna Alþingiskosninganna í vor. Könnunin fór fram dagana 4. til 9. maí og stuðst var við 2600 manna úrtak úr þjóðskrá 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 64%. 81% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu ákveðinn flokk, 5% ætla ekki að kjósa eða skila auðu, 7% neita að gefa upp afstöðu sína og 7% eru enn óákveðnir. Skekkjumörk í könnuninni eru 1%-2,6%.
Kosningar 2007 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira