Viðskipti innlent

Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank.

Uppgjörið er engu að síður undir væntingum og hefur gengi hlutabréfa í Sampo lækkað um 2,2 prósent í OMX-kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi af þessum sökum.

Exista er stærsti hluthafinn í Sampo með 15,5 prósenta hlut og tekur hlutdeild í hagnaði sem nemur eignarhlut fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×