Innlent

Kárahnjúkavirkjun komin fram úr kostnaðaráætlun

Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna. Þetta kemur fram í viðtali Stöðvar 2 við Guðmund Pétursson, yfirverkefnisstjóra Kárahnjúkavirkjunar.

Þótt framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun ljúki ekki fyrr en eftir tvö ár eru langstærstu verkþættir tilbúnir og komnir í notkun, þar á meðal stíflurnar sem mynda Hálslón, aðrennslisgöngin þaðan og stöðvarhússhvelfingin ásamt vél- og rafbúnaði. Stórir liðir reyndust dýrari en áætlað var. Þá er ótalinn hugsanlegur kostnaður vegna bóta til Alcoa vegna seinkunar á afhendingu raforku til álversins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×