Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík 16. apríl 2007 06:45 Heiðarvatn í Mýrdal. Fagurt er um að litast við vatnið. Svissneskur auðmaður hefur keypt landið og hyggst rækta það upp. Veiðimenn eru sárreiðir yfir að komast ekki til veiða. Mynd/magnús jóhannsson Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur." Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur."
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira