Innlent

Sendinefnd á leið til Kaliforníu

Frá San Franciso.
Frá San Franciso.

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, heimsækja næstu daga Kaliforníu í boði efri deildar fylkisþings Kaliforníu.

Með þeim í för verða þingmennirnir Sigríður Anna Þórðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason auk Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, og Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðamála.

Fram kemur í tilkynningu frá Alþingi að sendinefndin komi við í helstu borgum Kaliforníu og funda með forseta efri og neðri deildar fylkisþingsins og ýmsum fylkisþingmönnum. Þess má geta að einn fylkisþingmaðurinn, Tom Torlakson, er af íslenskum ættum.

Þá mun sendinefndin hitta Helga Tómasson, listrænan stjórnanda San Francisco ballettsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×