Innlent

Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum.

Hann var einnig dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt. Brotin áttu sér stað á árunum 2000 ogt 2001 og fyrir dómi hélt maðurinn því fram að brotin væru fyrnd. Á það féllst dómurinn ekki og í ljósi þess að maðurinn hafði verið dæmdur fyrir brot árið 2004 var ákvarðaður hegningarauki við þann dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×