Innlent

Fundu dóp og sprautunálar á hreinsunardegi Dalvíkurskóla

Gunnar Valþórsson skrifar

Nemendur Dalvíkurskóla fundu hass í sölupakkningum, hasspípur og sprautunálar á hreinsunardegi skólans síðastliðinn föstudag. Hassið fannst á opnu svæði í Dalvík þar sem börn eru mikið að leik.

Þetta kemur fram á vefsíðunni dagur.is og haft er eftir Gísla Bjarnasyni, aðstoðarskólastjóra, að dópið og áhöldin hafi fundist vítt og breytt um bæinn og meðfram þjóðveginum í Svarfaðardal.

Krakkarnir týndu töluvert af rusli en Gísli segir að fíkniefnafundurinn hafi vakið óhug. Um var að ræða sex skammta af hassi í sölupakkningum og fannst efnið á opnu svæði í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×