Innlent

Skrítið að kirkjan greiði fyrir almenningssvæði

Séra Jakob Rolland munar um tugmilljónir sem bundnar eru kirkjutúninu.
Séra Jakob Rolland munar um tugmilljónir sem bundnar eru kirkjutúninu.

Jakob Rolland, prestur í Sankti Jósefskirkju á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, segir einkennilegt að ætlast sé til þess að kaþólska kirkjan standi undir og kosti almenningssvæði.

„Mörgum finnst þetta svæði greinilega eiga að vera almenningseign. Krakkarnir hér í nágrenninu leika sér á þessu svæði og mér skilst að íbúarnir séu aðallega að mótmæla því að þeir missi leiksvæðið. Mér finnst dálítið einkennilegt að leggja það á kaþólsku kirkjuna að standa undir því,“ segir séra Jakob.

Að sögn Jakobs eru miklir fjármunir í húfi: „Ég veit ekki töluna nákvæmlega en það er ljóst að lóðin myndi fara á tugmilljónir. Það munar um minna.“

Jakob vill ekki ganga svo langt að segja að Hafnarfjarðarbær ætti að kaupa lóðina. „En ef menn vilja að þetta svæði sé almenningseign þá mega þeir íhuga það líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×