Viðskipti innlent

Ísland í 19. sæti á ímyndarlista

Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag.

"Ísland er neðst á meðal "virðulegu" þjóðanna," sagði Simon á þinginu og taldi þjóðina geta prísað sig sæla að vera ekki á meðal þeirra sem minnstrar virðingar nytu.

Styrkleikar þjóða eru mældir á nokkrum sviðum og svo reiknuð út heildarniðurstað. Bestu útkomu fékk landið fyrir stjórnsýslu og var þar í tólfta sæti. Lakasta nðurstaðan var fyrir menningu og arfleifð, 33. sæti.

Sú afurð sem þjóðin var helst tengd við var matur. Íslensk stjórnsýsla fékk svipaða umsögn og Noregs. Efnahagslíf hér var hins vegar ekki talið jafnþróað og Noregs.

Bestu heildareinkunnina fékk Noregur. Þar á eftir komu Svíþjóð og Danmörk. Lökust var niðurstaðan var hjá Indlandi, Egyptalandi og Malasíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×