Viðskipti innlent

Færeyingar efstir og neðstir

Wilhelm Pettersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Þótt gengi félagsins hafi lækkað lítillega í dag hefur það hækkað um 80 prósent síðan í ágúst.
Wilhelm Pettersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Þótt gengi félagsins hafi lækkað lítillega í dag hefur það hækkað um 80 prósent síðan í ágúst.

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag.

Gengi færeyska bankans hefur dalað nokkuð frá því viðskipti hófust með bréf í bankanum og stendur það nú í 218 krónum á hlut.

Að öðru leyti er tiltölulega lítil hreyfing í Kauphöllinni.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,19 prósent og stendur hún í 8.097 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 26,30 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×