Skreyta garða fyrir 400 þúsund Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 13:52 Það getur tekið frá fjórum til tuttugu klukkutímum að skreyta eitt tré. Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur." Jólaskraut Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur."
Jólaskraut Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira