Lífið

Mary Kate Olsen kyssir "gamalmenni"

Mary-Kate Olsen
Mary-Kate Olsen MYND/Getty

Hollywoodpían Mary Kate Olsen gerði sér lítið fyrir og kyssti leikarann Ben Kingsley ástríðufullum kossi við tökur á nýjustu mynd þeirra The Wackness. Að sögn viðstaddra var engu til sparað við að gera kossinn sem raunverulegastan.

Ein 42 ár eru á milli turtildúfanna og er hin 21. árs gamla Olsen auk þess með eindæmum ungleg á meðan hinn 63. ára gamli Kingsley er löngu kominn með grátt skegg og skalla. Atriðið ætti því að geta orðið nokkuð áhugavert.

Ben KingsleyMYND/Getty

"Mary Kate hefur mikla orku og hún sinnir starfi sínu mjög vel," lét Kingsly hafa eftir sér við tökur á myndinni.

Í myndinni leikur Josh Peck ungan dópsala sem skiptir á grasi og viðtalsmeðferð hjá Dr. Squires sem Kingsley leikur. Mary Kate leikur viðskiptavin Peck's. Þegar Dr. Spuires lendir í hjónabandserfiðleikum stofnar hann til vinskapar við Peck og kynnist þannig Mary Kate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.