Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum. Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum.
Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira