Innlent

Biðlistum á BUGL vonandi eytt fljótlega

Yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vonar búið verði að eyða biðlistum við deildina fyrir næsta vor, en stjórnvöld hafa ákveðið að veita hundrað og fimmtíu milljónum aukalega til deildarinnar. Hátt í tvöhundruð börn og unglingar eru á biðlista.

Á næstu 18 mánuðum verða settar 150 milljónir króna settar í að vinna á biðlistum í geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga en í dag bíða 165 börn og ungmenni eftir geðheilbrigðisþjónustu.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra er tekin í nánu samstarfi við fagaðila en jafnframt er gert ráð fyrir að í upphafi næsta árs liggi fyrir fyrir úttekt á starfsemi BUGL og á grundvelli hennar verði teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar.

Með þeirri áætlun sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag er stefnt að auknu aðgengi barna og unglinga að þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í geðheilbrigðisþjónustu og samvinna þeirra sem veita þessum hópi þjónustu verði aukin.

Tvö tilraunaverkefni á Suðurnesjum og Austurlandi verða styrkt en þau miða að því að víkka geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni, en í þessum verkefnum hafa skólayfirvöld, félagsmálayfirvöld og heilbrigðisyfirvöld hafa unnið saman að forvarnarmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×